Gnúpur Fjárfestingafélag hefur aukið hlut sinn í 5,19% úr 4,74%, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Markaðsvirði kaupanna er 3,7 milljarðar en um er að ræða 3.330.452 hluti, keypta á genginu 1.100, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Eftir viðskipin ræður Gnúpur yfir 38.402.930 hlutum í bankanum eða um 42,2 milljarðar króna að markaðsvirði.

Hluthafar Gnúps eru Fjárfestingafélagið Brekka, í eigu Þórðar Más Jóhannessonar, með 7,1% hlut, félög í eigu Magnúsar Kristinssonar með 46,5% hlut og félög í eigu Kristinns Björnssonar og fjölskyldu með 46,4% hlut.