Gnúpur fjárfestingafélag hf. hefur náð samkomulagi við lánadrottna um fjárhagslega endurskipulagningu félagsins segir í fréttatilkynningu sem félagið var að senda út rétt í þessu. Það felur í sér að stór hluti eigna hafa verið seldar, dregið hefur verið úr skuldsetningu og rekstur dreginn saman. "Samhliða hefur náðst samkomulag um endurfjármögnun eftirstandandi skulda félagsins hjá viðskiptabönkum og samið um aðrar skuldir," segir í tilkynningu.

Aðgerðirnar hafa tryggt félaginu fjárhagslegan sveigjanleika til að mæta erfiðum markaðsaðstæðum áfram segir í tilkynningunni sem er undirrituð af Þórði Már Jóhannessyni, forstjóra Gnúps.