Afkoma AMR, móðurfélags American Airlines sem er stærsta flugfélag Bandaríkjanna, skilaði 81 milljón Bandaríkjadala hagnaði á fyrsta ársfjórðungi og nam hagnaðurinn um 0,30 dölum á hlut. Um er að ræða viðsnúning á rekstri félagsins en tap var á rekstrinum á sama tíma í fyrra. Bætta afkomu má rekja til betri sætanýtingar, hærra verðs og minni eldsneytiskostnaðar.

Hlutabréf AMR hækkuðu í kauphöllum vestanhafs í gær. Síðdegis höfðu þau hækkað um 2,7% og voru komin í 31,63 Bandaríkjadali. AMR er fyrsta stóra flugfélagið sem birtir ársfjórðungsuppgjör í ár.

FL-Group á tæplega níu prósenta hlut í AMR.