Hagnaður Atorku á fyrsta ársfjórðungi 2005 nam 659 m.kr. samanborið við 1.419 m.kr. fyrir sama tímabil í fyrra. Hagnaður á hlut var 0,24 kr. samanborðið við 0,67 kr. árið áður. Greiningardeild Landsbankans spáði ekki fyrir um afkomu fyrsta ársfjórðungs.

Hún bendir hins vegar á að Atorka hefur náð góðum árangri á síðustu misserum í umbreytingarverkefnum og fjárfestingum sínum. "Við teljum þó að félagið sé hátt verðlagt á markaði og mælum með undirvogun á bréfum þess," segir Greiningardeild Landsbankans.