Sænski fjarskiptarisinn Ericsson tilkynnti í gær að hreinn hagnaður á fyrsta ársfjórðungi hafi aukist um 27% sökum vaxtar í Evrópu, Miðausturlöndum og Austur-Asíu og segja stjórnendur að markaðshlutdeild fyrirtækisins á kostnað samkeppnisaðila hafi aukist. Hagnaður fyrir skatta var 8,26 milljarðar sænskra króna en var 6,68 milljarðar í fyrra. Hinsvegar höfðu sérfræðingar spáð því að hagnaður fyrir skatta yrði 8,38 milljarðar sænskra króna.