Hagnaður hollenska bruggrisans Heineken jókst um 34,8% á fyrri helmingi ársins. Hagnaðaraukningin er rakin til meiri sölu á dýrari bjórtegundum, auk framlegðar sem fylgdi kaupunum á breska brugghúsinu Scottish & Newcastle.

Hagnaðurinn nam 407 milljónum evra en hann var 302 milljónir á sama tíma í fyrra. Tekjurnar á tímabilinu voru 6,41 milljarður evra en námu 5,48 milljörðum á sama tímabili í fyrra.