Gengi bréfa í sænska tískuvöruframleiðandanum Hennes & Mauritz (H&M) hækkaði um tæplega 6% í dag eftir að félagið greindi frá því að hagnaður á öðrum fjórðungi ársins hefði verið meiri en greinendur gerðu ráð fyrir. Hagnaður H&M jókst um 14% á milli ára og nam 3,94 milljörðum sænskra króna.

Góða afkomu H&M má einkum þakka veikingu Bandaríkjadal gagnvart sænsku krónunni og 25% söluaukningu í maímánuði.

Samtals starfrækti H&M 1593 verslanir í lok maímánaðar, samanborið við 1420 á sama tíma fyrir ári. Félagið áformar að opna 139 nýjar verslanir til viðbótar á þessu ári.