Belgíska brugghúsið InBev hagnaðist um 542 milljónir evra á öðrum fjórðungi og er það 8,6% aukning á milli ára.

Afkoman er mun betri en sérfræðingar höfðu spáð en gert hafði verið ráð fyrir 490 milljóna evra hagnaði. Söluaukning átti sér stað í Rómönsku Ameríku en hins vegar varð samdráttur í Rússlandi.

Það var sérstaklega sala á dýrari bjór sem dreif áfram afkomuna.

Sem kunnugt er stendur InBev í yfirtöku á bandaríska brugghúsinu Anheuser Busch, sem meðal annars framleiðir hinn vel þekkta bjór Budweiser.