Ávöxtun á norrænum hlutabréfamörkuðum hefur verið góð nú þegar einn mánuður er liðinn af árinu, segir greiningardeild Glitnis.

?Aðalvísitölur í kauphöllum á Norðurlöndunum hafa allar hækkað hressilega á tímabilinu. Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni á Íslandi hefur hækkað mest eða um 10,3%. Hlutabréf skráð Kaupmannahöfn hafa hækkað næst mest eða um tæp 6% og í Osló um 5,2%.

Uppgjör hjá helstu félögum sem hafa birt tölur hafa almennt verið góð og stutt við hlutabréfaverðið. Þannig var uppgjör Nokia gott og þá hefur verð á stærstu félögunum í Noregi, Statoil og Hydro, hækkað undanfarnar vikur eftir lækkun í upphafi árs. Greinendur á norrænum mörkuðum eru þokkalega bjartsýnir á yfirstandandi ár og búast við ásættanlegri afkomu,? segir greiningardeildin.