Nordea og Svenska Handelsbanken (SHB) skiluðu uppgjörum sínum fyrr í vikunni og gaf Greiningardeild Kaupthing Bank í Svíþjóð út viðbrögð sín við þeim í gær. Bæði uppgjörin voru yfir væntingum. Hagnaður Nordea á árinu nam 1.914 milljónum evra eftir skatta (um 154 ma.ISK) en SHB skilaði milljónum sænskra króna í hagnað (um 82 ma. ISK).

Greiningardeild Kaupthing Bank í Svíþjóð mælir áfram með því að fjárfestar auki við hlut sinn í báðum félögunum og hækkar verðmat sitt (e. target price) á Nordea úr 62 í 75 og úr 162 í 175 á hlutabréfum SHB. Sjá nánari umfjöllun í útgáfum greiningardeildar Kaupthing Bank í Svíþjóð hér fyrir neðan (á ensku).

Byggt á Hálffimm fréttum KB banka.