92% fyrirtækja byggja ekki framtíðarhugsjónum heldur miða rekstur sinn frá degi til dags og byggja áætlanir sínar á upplýsingum úr bókhaldskerfum.

Það er að mörgu leyti skiljanlegt þar sem framtíðin er eins og gefur að skilja óviss en engu að síður ættu stjórnendur fyrirtækja að leggja áherslu á að gera raunhæfar spár þar sem gert er ráð fyrir tekjum, útgjöldum og breyttum aðstæðum.

Þetta sagði Carsten Rohde, prófessor í reikningshaldi við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn á fyrirlestri í HR um stjórnunarreikningsskil fyrir stundu en fundurinn stendur nú yfir.

Rohde sagði að fyrirtækju legðu gjarnan of litla áherslu á að sinna viðskiptavinum sínum og byggja upp hóp trúfastra og traustra viðskiptavina. Þeim fyrirtækjum sem legðu meiri áherslu á góða þjónustu gengi vel og veru rekin af skilvirkni. Hann sagði að góð þjónusta við viðskiptavini væri hluti af framtíðarhugsjón sem bætti við orðspor fyrirtækja. Nefndi hann sem dæmi, McDonalds, Toyta og Dell sem þekktu væru á alþjóðlegum mörkuðum fyrir góða þjónustu við viðskiptavini.

Rohde sagði að eftir seinni heimsstyrjöld lögðu dönsk fyrirtæki árherslu á að taka upp bandaríska stjórnarhætti við reikningsskil og áætlunargerðir. Það hefði reynst vel þó ekki hafi það gengið eftir að öllu leyti.