Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja vildi ekki tjá sig um verðið í viðskiptunum með kaup Styrks á eignarhlut Baugs og tengdra aðila í FL Group og þá hvort hann teldi það vera mjög hagstætt.

Undir lok mars var markaðsverðmæti FL Group (gengi bréfa félagsins var þá skráð 6,7 krónur á hlut) um 91 milljarður króna en samkvæmt lauslegum útreikningum Viðskiptablaðsins nam eigið fé FL Group þá um 126 milljörðum króna.

Samkvæmt því var og er svokallað V/ hlutfall – hlutfall markaðsvirðis af bókfærðu eigin fé – vel undir einum eða nálægt 0,73 eða þar um bil.

Tekið skal fram að ekki mun óalgengt að hlutfallið sé undir einum, a.m.k. ef litið er til fjárfestingarfélaga á Norðurlöndunum.