Söluaukningin hjá John Lewis frá 21. til 26. apríl nam 1,1%, að sögn Retail Week.

Patrick Lewis, sölustjóri hjá John Lewis, segir að aukningin hafi komið sér á óvart.

„Páskaversluninni var lokið og tölur frá síðasta ári sýndu minnkandi sölu. Við áttum von á að salan í ár yrði svipuð og í fyrra en hún óx mikið fyrstu tvo daga vikunnar en minnkaði svo þegar leið á vikuna."

Sala matvörukveðjunnar Waitrose jókst um 4% í sömu viku.

Richard Hodgson hjá Waitrose telur að rekja megi söluaukninguna til betra veðurs í vikunni en á sama tíma í fyrra. „Það var hlýrra núna en í fyrra og fólk fer frekar út að versla í góðu veðri en slæmu.”