Nú liggja fyrir niðurstöður úr ársfjórðungslegri könnun Capacent Gallup á stöðu og framtíðarhorfum hjá 400 stærstu fyrirtækjum landsins. Tæplega þrír fjórðu stjórnenda telja að núverandi aðstæður í efnahagslífinu séu góðar segir í frétt Samtaka atvinnulífsins.

Þar kemur fram að þetta er ívið betri niðurstaða en í samsvarandi könnun í september. Óvissa um efnahagshorfur sex mánuði fram í tímann fer vaxandi. Umframeftirspurn eftir starfsfólki virðist fara minnkandi og vöxtur innlendrar eftirspurnar dregst saman. Bjartsýni ríkir um eftirspurn á erlendum mörkuðum. Þróun EBITDA-framlegðar fyrirtækja hefur verið hagstæð. Fyrirtæki spá að meðaltali 2,2% verðbólgu næstu 12 mánuði.