Góa-Linda sælgætisgerð skilaði 35,4 milljóna króna hagnaði í fyrra, sem er ekki langt frá afkomunni árið 2011 þegar fyrirtækið skilaði 38,4 milljóna króna hagnaði.

Velta jókst um tæpar hundrað milljónir milli ára og nam 918,5 milljónum í fyrra, en rekstrarkostnaður jókst um tæpar 114 milljónir króna og nam 885,2 milljónum króna. Rekstrarhagnaður var 57,3 milljónir árið 2011 en var 45,3 milljónir í fyrra. Eignir námu um síðustu áramót 782,2 milljónum króna og skuldir námu 258,3 milljónum. Langtímaskuldir eru engar, en í ár verður skuldabréf upp á 97 milljónir króna greitt upp.

Í ársreikningnum kemur fram að laun Helga Vilhjálmssonar, eiganda og aðaleiganda fyrirtækisins, hafi numið 10,3 milljónum króna í fyrra, en ekki voru greidd sérstök laun til stjórnar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .