Kaupþing banki er orðinn nokkuð stór aðili á sínum mörkuðum. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri bankans, segir að nú séu orðnar nokkuð góðar líkur að fjárfestingasjóðir og aðrir fjárfestar ræði við þá áður en haldið er í stór viðskipti og gefa þar með Kaupþingi færi á að bjóða í viðskiptin.

Hann segir þó að vitaskuld geti Kaupþing ekki alltaf hreppt viðskiptin en fái tækifæri til að bjóða.

Þetta kom fram á kynningarfundi í dag vegna kaupanna á hollenska fyrirtækjabankanum NIBC.

Kaupþing skilgreinir sig sem leiðandi aðili á Norður-Evrópu. Til Norður-Evrópu teljast Norðurlöndin, Ísland, Eystrasaltslöndin og Beneluxlöndin; Belgía, Holland og Lúxemborg.

Þar er bankinn er með starfsemi, nema í Eystrasaltslöndunum. ?Við teljum okkur vera aðeins of seinir til að fara inn á þann markað en Svíarnir eru búnir að koma sér þar mjög vel fyrir i,? segir Hreiðar Már.