Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) hagnaðist um 61 milljón króna árið 2011. Afkoman er 5 milljónum betri en áætlað var.  KSÍ birti ársreikning síðasta árs í dag.

Rekstrartekjur KSÍ í fyrra námu 766 milljónum króna samanborið við 723 milljónir króna árið á undan. Hækkun rekstrartekna skýrist aðallega af hækkun tekna vegna sjónvarpsútsendinga og auknu framlagi frá UEFA.

Rekstrarkostnaður KSÍ nam um 705 milljónir króna og var samkvæmt frétt á vef KSÍ í samræmi við áætlanir.

Geir Þorsteinsson - KSÍ
Geir Þorsteinsson - KSÍ
© BIG (VB MYND/BIG)
 Geir Þorsteinsson er formaður KSÍ.