Rúmlega 56 milljón króna afgangur varð af rekstri sveitarfélagsins Eyjafjarðarsveitar í fyrra samkvæmt tilkynningu frá sveitarfélaginu. Þar af voru rekstrartekjur 52 milljónum hærri en rekstrargjöld auk þess sem fjármunatekjur A og B-hluta voru 4 milljónir.

Eigið fé sveitarfélagsins nam í árslok um 576 milljónum en skuldir voru 281 milljónir og minnkuðu um 50 milljónir á árinu. Þá námu fjárfestingar 23 milljónum. Veltufé frá rekstri nam um 75 milljónum og handbært fé jókst um 12 milljónir.

„Fræðslumál er lang stærsti málaflokkurinn og á árinu 2010 var til hans var varið 342,6 millj. kr. eða 61,1% af skattekjum.  Árið 2008 var varið til fræðslumála 64,2% af skatttekjum ársins 2008.   Þessi lækkun endurspeglar vel þær aðhaldsaðgerðir sem gripið var til í rekstri sveitarfélagsins á öllum sviðum strax haustið  2008. Með þeim aðgerðum tókst að halda þeirri góðu fjárhagsstöðu sem sveitarfélagið hefur búið við undanfarin ár," segir í tilkynningu.