IBM
IBM
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Hagnaður IBM, stærsta tölvuþjónustufyrirtækis heims, nam 3,66 milljörðum dollara á öðrum ársfjórðungi. Hagnaður á hlut nam 3 dollurum. Til samanburðar var hagnaður á sama tímabili fyrir ári 3,39 milljarðar dollara, eða 2,61 dollarar á hlut. Hagnaður jókst því um 8,2% milli ára. Tekjur IBM jukust um 12% milli ára og námu 26,7 milljörðum dollara sem er töluvert hærra en spá sérfræðinga sem nam 25,4 milljörðum.

Eftir að uppgjörið var birt hefur hlutabréfaverð IBM hækkað um 4,46 dollara, eða 2,5%, í 179,74 dollara. Hlutabréfin hafa hækkað um 19% á þessu ári af því er fram kemur í frétt Bloomberg.