Nýlega var tilkynnt um ráðningu Kolbeins Marteinssonar til almannatengslafyrirtækisins Athygli, en hann mun í janúar taka við framkvæmdastjórastöðu félagsins. „Ég þekki stjórnarformann fyrirtækisins, Valþór Hlöðversson, ágætlega. Hann hafði samband við mig og kannaði hvort ég hafði áhuga á að breyta til. Þegar við fórum aðeins að funda og ræða saman þá fann ég strax að ég væri til í að stökkva á þetta,“ segir Kolbeinn.

Laxveiði og karate

Kolbeinn segir að hann veiði á flugu á sumrin. „Ég reyni að komast alltaf nokkra túra á hverju sumri.“ Spurð­ ur hvort hann eigi sér uppáhaldsá til að veiða í þá segist Kolbeinn vera afskaplega hrifinn af Blöndu fyrir norðan.

„Ég er ofboðslega hrifinn af þeirri á, það er mikið af stórum fiski þar. Síðan eru það ár sem maður hefur ekkert efni á að fara í, en farið í þær fyrir slysni, þær eru margar gríðarlega skemmtilegar. Gallinn við laxveiði er náttúrulega bara að þetta er svo dýrt.“

Kolbeinn æfir einnig karate en hann að þegar hann prófaði fyrst karate hafi hann rennt svolítið blint í sjóinn. „Þetta er bara eins og með lífið, maður er alltaf að takast á við nýjar áskoranir. Það er gott að byrja á nýjum stað alveg frá grunni þar sem maður kann ekki neitt, það kennir manni auð­ mýkt og sjálfsaga, sem mér finnst alveg stórkostlegt.“

Fjölskyldulífið á sinn sess í lífi Kolbeins. „Við eigum tvær stelpur á menntaskólaaldri og einn strák sem er sex ára. Hann er byrjaður að koma með mér að veiða og æfir líka karate með mér, hefur ofsalega gaman af því,“ segir Kolbeinn „Ef ég vil eiga góða kvöldstund þá finnst mér gott að sitja uppi í sófa, lesa bók og hlusta á þungarokk. Það er fullkomið kvöld fyrir mér.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .