Skúli Oddgeirsson, verslunarstjóri hjá Samsungsetrinu segir sína reynslu að fólk velji jólagjafir í tveimur verðflokkum þegar það velur rafmagnstæki. „Í öðrum flokkn­ um eru myndavélar, hljómtæki og símar í verðflokknum frá 20 til 40 þúsund krónur. Í hinum flokknum er svo fólk sem er að kaupa gjafir fyrir heimilið eins og sjónvörp og betri hljómflutningssamstæður á verði frá 100 til 500 þúsund krónur. Þeir sem kaupa þannig gjafir hugsa oft með sér að það sé gaman að gefa fjölskyldunni allri fallega jóla­gjöf og oftar en ekki er það gott sjónvarp.“

46 tommu sjónvörp vinsælust

,,Það er hægt að velja á milli þriggja gerða af flatskjá með LED, LCD eða plasma. Þegar flatskjár­ inn kom fyrst á markað þótti plasmaskjárinn bestur en síð­an hefur tæknin í hinum tækj­unum þróast mikið og farið fram úr plasmatækninni. LED tækin eyða líka minna rafmagni og líf­tími skjásins er lengri. Í dag kostar gott 32 tommu sjónvarp um hundrað þúsund krónur en vinsælasta stærðin hjá okkur í dag er 46 tommur."

Nánar er fjallað um málið í Jólahandbókinni sem fylgdi Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.