Byrjunarlaun lærlingar norskra olíufélaga sem fá vinnu á olíuborpöllum í Norðursjó eru 300 þúsund norskar krónur á ári, jafnvirði 6,4 milljóna íslenskra króna. Þetta jafngildir rúmum 530 þúsund íslenskra króna í mánaðarlaun. Þegar nær líður lokum námsins hækka launin um 100 þúsund norskrar krónur. Það eru rúmar 700 þúsund íslenskar krónur á mánuði.

Þetta kemur fram í viðtali netútgáfu norska dagblaðsins Aftenposten við 18 ára lærling á borpalli. Þar kemur fram að erfitt sé að fá vinnu á borpöllum. Viðmælandinn nam rafmagnsverkfræði í tvö ár áður en hann komst í gegnum það nálarauga sem ráðningarferlið er til að fá vinnu hjá olíufélögum í Noregi. Fram kemur í Aftenposten að verið sé að ráða fólk í vinnu á olíuborpöllum um þessar mundir. Af 2.192 sem sóttu um starf frá 160 umsækjendur vinnu á olíuborpöllum.

Fram kemur í umfjöllun blaðsins að launin geri starf á olíuborpalli eftirsótt. Samkvæmt könnun sem gerð var fyrir þremur árum voru matráðar og kokkar og aðrir sem sáu um matseld með um 600 þúsund norskar á ári, rétt um eina milljón íslenskra króna á mánuði. Á móti gátu starfsmenn olíufélaga reiknað með að fá í kringum 750 þúsund noskar krónur í vasann á ári, jafnvirði 1,3 milljóna íslenskra króna á mánuði. Laun starfsmanna Statoil eru hins vegar talsvert hærri. Um 75 þúsund norskar krónur á mánuði eða 1,6 milljón íslenskra króna.