Sala á ýmsum vörutegundum á undir högg að sækja þessa dagana. Má þar nefna bíla, en flestir bílaframleiðendur heimsins búast við erfiðara ári í ár en í fyrra og byggja það á slakari sölu í árslok í fyrra.

Á sama tíma hafa margir af stærstu framleiðendum tísku- og lúxusvarnings tilkynnt um verulega söluaukningu á síðasta ársfjórðungi síðasta árs.  LVMH Moët Hennessy Louis Vuitton tilkynnti í byrjun mánaðarins að 22% söluaukning hefði verið á ársfjórðungnum.

PPR, sem á Gucci, tilkynnti í kvöld að söluaukningin hefði verið 20% á tímabilinu. PPR segir í tilkynningu að ekki sé að sjá að breyting verði á. Söluaukningin er mest í Asíu.

Christian Dior.
Christian Dior.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)