Hagnaður almannatenglafyrirtækisins árið 2015 nam 10,8 milljónum, samanborið við 8,35 milljón króna hagnað árið áður. Hagnaður fyrirtækisins fyrir skatt nam 13,5 milljónum samanborið við 10,2 milljónir árið áður.

Eignir Góðra samskipta í árslok 2015 numu 25,12 milljónum samanborið við 21,9 milljónir árið áður. Eigið fé fyrirtækisins í lok árs 2015 var tæpar 5 milljónir og hækkar frá 4,2 milljónum árið áður.

Skuldir fyrirtækisins voru 17,8 milljónir í árslok 2015 og hækka frá fyrri ári þegar þær námu 17,7 milljónum.

Árið 2016 var greiddur arður til hluthafa að andvirði 10 milljónum króna. Andrés Jónsson, almannatengill á 100% hlut í fyrirtækinu.