Góð samskipti ehf., sem veitir þjónustu og ráðgjöf á sviði almannatengsla, auglýsinga og markaðsmála, hagnaðist um 15,4 milljónir króna í fyrra. Árið áður nam hagnaðurinn 10,8 milljónum.

Tekjur námu 50,6 milljónum og voru laun og tengd gjöld 18,2 milljónir. Í árslok námu eignir Góðra samskipta 30,7 milljónum. Þar af var eigið fé 10,4 milljónir og skuldir 20,3 milljónir. Handbært fé félagsins var 3,7 milljónir í lok árs.

Góð samskipti er að öllu leyti í eigu Andrésar Jónssonar. Arðgreiðslutillaga vegna rekstrarársins 2016 hljóðar upp á 10 milljónir króna.