Verslanir í Kringlunni sögnuðu alls rúmlega 2 milljónum króna á góðgerðardaginn „Af öllu hjarta“, sem fram fór 19. spetember sl í Kringlunni.

Góðgerðadagurinn „Af öllu hjarta“ er verkefni sem Kringlan hleypti af stokkunum fyrir nokkrum árum en í því felst að einn dag á ári gefa verslanir og veitingastaðir hússins 5% af veltu dagsins til góðs málefnis. Að þessu sinni var dagurinn í Kringlunni helgaður Foreldrahúsi - Vímulausrar æsku, sem safnar fyrir eigin húsnæði fyrir starfsemina.

Samstillt átak verslunareigenda í einni stærstu verslunarmiðstöð landsins áorkar miklu til samfélagslegs málefnis af þessu tagi auk þess sem félagið fær ómetanlegt tækifæri til kynningar og fræðslu. Söfnunarféð  rúmlega 2 milljónir króna mun koma félaginu að miklu gagni við að veita sem bestan stuðning til ungmenna í vímuefnavanda sem og fjölskyldum þeirra.