Góði hirðirinn er nytjamarkaður Sorpu og nokkurra líknarfélaga. Á markaðnum í Fellsmúla er hægt að kaupa nánast allt milli himins og jarðar og þar eru meðal annars seld húsgögn. Lagerinn hjá Góða hirðinum er ágætis mælikvarði á hagsæld Íslendinga. Á öllum endurvinnslustöðvum SORPU eru nytjagámar fyrir Góða hirðinn þar sem hægt er að gefa hluti með notagildi.

„Það er mjög mikið að berast til okkar," segir Sigrún Björg Víkingur, aðstoðarverslunarstjóri Góða hirðisins. "Undanfarin ár hefur aukningin verið um 10% milli ára en að undanförnu hefur þetta aukist gríðarlega mikið. Við erum að taka að meðaltali við fimm gámum á dag og búðin er troðfull.

Nú er staðan þannig að við þurfum að sortera vel það sem berst því við komum ekki nánda nærri öllu í búðina. Það er meira að berast til okkar núna heldur en nokkurn tímann árið 2007. Ég held að Góði hirðirinn sé mjög góður mælikvarði á kaupmátt fólks og almennt hefur fólk það greinilega mjög gott núna því það eru augljóslega margir að endurnýja húsgögn og muni heima hjá sér."

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Costco hefur hrist upp í íslenskum smásölumarkaði þar sem aukin harka hefur færst í viðskipti.
  • Sala á íslensku fjármálafyrirtæki í kortunum.
  • Fjórða iðnbyltingin, knúin áfram af gífurlegri framþróun í tækni, mun gjörbreyta lifnaðarháttum okkar.
  • Fjallað er um könnun Samtaka iðnaðarins sem tekur fyrir viðhorf Íslendinga til innlendra framleiðsluvara.
  • Skilvirkni hins opinbera og atvinnulífsins batnar milli ára, en sterkt gengi krónunar hefur neikvæð áhrif á samkeppnishæfi.
  • Fjallað er um nýtt íslenskt smárforrit þar sem að vinahópar geta skapað myndbrot, myndbönd, texta og myndir.
  • Hilmar Sigurðsson, forstjóri Sagafilm, talar um stóraukinn áhuga á íslensku sjónvarpsefni erlendis.
  • Ítarleg umfjöllun um krónu í ólgusjó.
  • Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir húsnæðisvandann heimatilbúinn.
  • Umfjöllun um nýja starfsmannaþjónustu þar sem einstaklingar geta skráð sig í leit að afleysingavinnu.
  • Linda Björk Waage sem hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri nýs sviðs Nýherja, Umsjá.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem fjallar um frétt sem lak út.
  • Óðinn skrifar um atgervisflótta uppfinningamanna.