Hér í síðustu viku var birtur listi yfir þá viðmælendur í Silfri Egils Helgasonar, sem þangað hafa oftast komið frá Hruni.

Nokkrir lesendur síðunnar höfðu samband og sögðust geta séð óljósar pólitískar línur á listanum, Hreyfingin væri með frímiða meðan sjálfstæðismenn væru í straffi. Annar lesandi var berorðari og sagði pólitík engu skipta en að Egill virtist haldinn „atgervisótta“!

Um það verður hver að dæma fyrir sig, en að ofan er birtur eilítið lengri listi en í síðustu viku, þeir sem komið hafa fimm sinnum eða oftar.

Af honum má ráða að sjálfstæðismenn eru ekki í banni hjá Agli, þó þeim sé flestum greinilega ekki boðið oft.

Hér má sjá lista yfir þá aðilar sem hafa oftast verið gestir í þætti Egils Helgasonar, stöðu þeirra og fjöldi skipta sem viðkomandi hefur birst í þáttunum í sviga.

  1. Ólafur Arnarson, rithöfundur og hagfræðingur (13)
  2. Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur 10
  3. Lilja Mósesdóttir, þingmaður (10)
  4. Sigrún Davíðsdóttir, fréttaritari RÚV í Bretlandi (10)
  5. Gunnar Smári Egilsson, fyrrv. blaðamaður (9)
  6. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar (9)
  7. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, ritstjóri Smugunnar (9)
  8. Páll Vilhjálmsson, frkvstj. Heimssýnar (8)
  9. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar (7)
  10. Eva Joly, fv. ráðgjafi sérst. saksóknara (7)
  11. Jóhann Hauksson, fyrrv. blaðamaður (7)
  12. Marinó G. Njálsson, Hagsmunasamt. heimilanna (7)
  13. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, form Framsóknarfl. (7)
  14. Andri Geir Arinbjarnarson, ráðgjafi (6)
  15. Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri-grænna (6)
  16. Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokks (6)
  17. Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur (6)
  18. Andrés Jónsson, almannatengill (5)
  19. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingar (5)
  20. Benedikt Sigurðarson framkvæmdastjóri Búseta (5)
  21. Bjarni Benediktsson, form. Sjálfstæðisflokksins (5)
  22. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna (5)
  23. Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og raforkusérfr. (5)
  24. Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar (5)
  25. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar (5)
  26. Ólöf Nordal, varaform. Sjálfstæðisflokks (5)
  27. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor í stjórnsýslufræðum (5)