Silfur Egils er helsti þjóðmálavettvangur landsins, en sumir segja að viðmælendahópurinn sé einsleitur. Þá kveina sumir stjórnmálamenn (aðallega hægrimenn) yfir því að komast lítið að hjá Agli. En er eitthvað hæft í þessu?

Samkvæmt Fjölmiðlavakt CreditInfo hafa 360 viðmælendur verið í Silfri Egils frá Hruni, svo notaður sé vinsæll mælikvarði. Þar af hafa 260 (nánast ⅔ gesta) aðeins komið einu sinni í þáttinn, þannig að það er alveg prýðileg gestavelta hjá Agli.

Þegar athugað er hverjir hafa komið oftast í þáttinn á þessum rúmu þremur árum — líkt og má glöggva sig á að ofan — er hins vegar kannski ekki nema von þó sumir klóri sér í höfðinu yfir því hverjir helst leiða opinbera umræðu á Íslandi.

Viðmælendur Egils Helgasonar
Viðmælendur Egils Helgasonar
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Hægt er að smella á myndina til að stækka hana.