Samgöngustofa, sem að hluta til hét áður Umferðarstofa, hefur í tíu ár sent frá sér afar átakanlegar og eftirminnilegar auglýsingar til að vekja fólk til umhugsunar um öryggi í umferðinni.

Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu, segir árangur auglýsinganna yfirleitt góðan. „Við höfum gert kannanir eftir auglýsingaherferðir til þess að athuga hvernig tiltekin auglýsing hafi orkað á fólk og líka hvort viðkomandi telji að auglýsingin hafi breytt viðhorfi og hegðun sinni til hins betra. Þessar kannanir hafa vitnað um mjög góðan árangur auglýsinganna í gegnum tíðina og sérfræðingar Gallup hafa sagt okkur að þær hafi skorað mjög hátt í samanburði við margt annað sem þeir eru að mæla á þessum vettvangi,“ segir Einar Magnús en bætir við að eðli máls samkvæmt geti reynst erfitt að mæla árangurinn og margt spili inn í fækkun slysa undanfarin ár, en fræðsla og áróður skipti þar miklu máli.

Aðspurður um árangursríkustu auglýsingaherferðina segir Einar að „Fyrirgefðu, ég sá þig ekki“ frá árinu 2008 þá herferð sem hafi fengið hvað besta mælingu á fækkun í slysa í kjölfar birtingar. „Þetta var sjónvarpsauglýsing sem undirstrika átti mikilvægi þess að bílstjórar litu að minnsta kosti tvisvartil hliðar áður en þeir færu yfir gatnamót út af þeirri hættu að aka í veg fyrir bifhjól."

Nánar er fjallað um umferðaauglýsingar í Viðskipablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð .