Afkoma bandarískra net- og tölvufyrirtækja var mjög góð á fjórða ársfjórðungi síðasta árs og var í mörgum tilfellum meiri en spár gerðu ráð fyrir.

Microsoft skilaði 6,6 milljarða dala hagnaði, sem samsvarar um 820 milljörðum króna. Veltan nam 20,9 milljörðum dala. Veltan jókst frá sama tíma í fyrra, en hagnaður dróst lítillega saman. Hann var þó meiri en sérfræðingar höfðu spáð fyrir um.

IBM skilaði 5,5 milljarða dala hagnaði á fjórðungnum og jókst um 4% frá sama tímabili í fyrra. Tekjur námu 29,5 milljörðum dala og hækkuðu bréf IBM um 2% í kjölfar afkomutilkynningarinnar.

Google undir væntingum

Þá jókst hagnaður örgjörvaframleiðandans Intel á tímabilinu. Nam hann 3,4 milljörðum dala og jókst um 6% frá sama tíma í fyrra. Tekjur námu 13,9 milljörðum dala og jukust um ein 21% prósent milli ára.

Að lokum má nefna að hagnaður Google nam 2,7 milljörðum dala á síðasta ársfjórðungi jókst um 6% frá sama tímabili árið 2010. Tekjur fyrirtækisins fóru í fyrsta sinn yfir 10 milljarða á einum fjórðungi. Hagnaðurinn var þó undir spám sérfræðinga.