Hlutabréf Ölgerðarinnar hækkuðu um 1,19% í dag við lokun Kauphallarinnar og nam velta félagsins 206 milljónir króna. Hlutabréfaverðið stendur nú í 12,80 krónum á hvern hlut.

Eins hækkaði gengi Icelandair um 1,09% og gengi Marel hækkaði um 0,22% en félagið hækkaði einnig í gær 0,9%.

Hampiðjan hækkaði til að mynda um 1,54% en áskriftartímabil á almennu útboði fyrirtækisins lauk í dag og verða hlutabréf félagsins tekin til viðskipta á aðalmarkaði þann 9. júní.

Hagar lækkuðu hins vegar um 3,82% og lækkaði gengi Alvotech um 0,85%. Hlutabréfaverð Alvotech er nú 1.165 krónur á hvern hlut en töluverð sveifla hefur verið hjá félaginu undanfarna mánuði.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,17% en stöðug lækkun hefur verið á henni síðan í byrjun maí.