Icelandair Group hefur birt drög af árshlutareikningi fyrir þriðja ársfjórðung 2015 en afkoma félagins var betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Auk þess hafa afkomuhorfur fyrir fjórða ársfjórðung styrkst.

Samkvæmt uppfærðri spá félagsins fyrir fjórða ársfjórðung verður EBITDA félagsins 210 til 215 milljónir Bandaríkjadala, eða um 26,9-27,5 milljarðar króna. Afkomuspá var á milli 180 og 185 milljónum dala í síðustu útgefnu spá.

Samkvæmt drögum árshlutareiknings fyrir þriðja ársfjórðung verður EBITDA félagsins 150 milljónir Bandaríkjadala, rúmlega 19 milljarðar króna. EBITDA fyrir sama ársfjórðung árið 2014 var 124 milljónir bandaríkjadala og þetta því töluvert betri afkoma en í fyrra.

Endanlegur árshlutareikningur fyrir þriðja ársfjórðung verður birtur eftir lokun markaða þan 29. október n.k.