Hagnaður íslenska plastafurðaframleiðandans Promens fyrir fjármagnsliði og skatta jókst um 17% á síðasta ári og nam alls 57,5 milljónum evra, jafnvirði um 9,5 milljörðum króna. Sala jókst um 11% frá fyrra ári og nam 612 milljónum evra.

Iðnaðarfréttasíðan PRW greinir frá afkomu félagsins. Í fréttinni segir að rekstur Promens fari batnandi þrátt fyrir hækkandi framleiðslukostnað og er félagið nú á svipuðum slóðum og það var fyrir efnahagskrísuna.

Framtakssjóður Íslands á 49,5% hlut í Promens og Horn, fjárfestingafélag Landsbankans, á tæplega 50% hlut. Promens rekur verksmiðjur í Evrópu, Norður-Ameríku, Asíu og Afríku.