Sigurður G. Guðjónsson hagnaðist um tæpar 70,3 milljónir króna á seinasta ári í gegnum félag sitt, Sigurð G. Guðjónsson ehf. Þar af voru greiddar 18 milljónir króna í arð og 12,7 milljónir króna í tekjuskatt.

Í árslok 2014 nam eigið fé rúmum 94,2 milljónum króna, borið saman við 41,9 milljónir árið áður. Skuldir félagsins námu 76,8 milljónum í lok 2014 en voru 59,8 milljónir ári fyrr. Þá námu eignir 171 milljón króna, en stærsti eignarhluturinn var í skammtímakröfum, 58,3 milljónir króna. Ári fyrr námu eignir 101,7 milljónum króna. Bókfærður eignarhlutur í listaverkum nam rúmum 3 milljónum króna, sem er það sama og í fyrra.

Félagið veitir almenna lögfræðiþjónustu og á vegum þess voru unnin fimm ársverk á seinasta ári.