*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 21. nóvember 2011 18:51

Góður gangur á hlutabréfamarkaði í síðustu viku

Marel hækkaði um 1,68%. Heildarvelta nam 110 milljónum króna.

Ritstjórn
Aðrir ljósmyndarar

Almennt var góður gangur á innlendum hlutabréfum í síðustu viku, OMXI6ISK hækkaði um 1,50% og Marel um 1,68%, Icelandair hækkaði um 0,39% en Össur lækkaði um 1,32%. Þetta kemur fram í markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa. Heildarvelta vikunnar nam um 110 m.kr. og var mesta veltan með bréf í Marel fyrir 63 m.kr.

Uppgjör BankNordik fyrir þriðja ársfjórðungi var nokkuð gott miða við erfiðleika á fjármálamarkaði. Hagnaður bankans nam 24,5 milljónum danskra króna eða 524 milljónir íslenskra króna en stærsti hluti hans kemur til vegna yfirtöku bankans á besta parti Amagerbankans í Danmörku í júlí.

Hagnaður Eimskips nam 800 m.kr. á þriðja ársfjórðungi og hefur félagið hagnast um 2 ma.kr. á fyrstu 9 mánuðum ársins samfara því að flutningsmagn eykst á milli ára. Eigendur félagsins eru fyrrum kröfuhafar en félagið fór í gegnum mikla endurskipulagningu í kjölfar bankahrunsins. Í markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa segir að það yrði fengur fyrir íslenskan hlutabréfamarkað ef félagið yrði skráð og færi í almenna sölu.

Stikkorð: Marel Eimskip kauphöllin Icelandair Össur