MSCI heimsvísitalan hefur hækkað um 2,7 prósent í þessari viku og þar af 0,2 prósent í dag. Evran veiktist hins vegar talsvert í vikunni sem leið. Heimshlutabréf hafa ekki verið hærri í 16 mánuði - eða í ágúst í fyrra. Þetta kemur fram í ítarlegri greiningu Reuters um hlutabréfamarkaðinn í þessari viku.

Evrópskir hlutabréf hafa einnig hækkað í vikunni og hafa ekki verið hærri í 11 mánuði. Í heildina hækkaði Europ'es STOXX 600 vísitalan um 0,6% prósent.

Evran veiktist annan daginn í röð og er nú metin á 1,05 dollara. Hún hefur veikst um 0,4 prósentustig gegn dollaranum í dag, eftir að hafa hækkað upp í það sem jafngildir 1,08 dollurum.

Asíumarkaður

MSCI vísitalan sem mælir gengi markaða í Asíu og Kyrrahafi að Japan undanskildu hækkaði um 2% í vikunni sem leið og hækkaði Nikkei vísitalan um 1,2% á sama tíma.