Greinilega er nóg að gera í sölu á tölvum og tölvubúnaði. Velta fyrirtækisins Tölvutek, sem rekur samnefndar verslanir, nam einum 1.461,2 milljónum króna í fyrra og jókst um rúmlega 200 milljónir á milli ára. Rekstrarhagnaðurinn hækkaði um 22 milljónir og nam 78,2 milljónum króna.

Hagnaður eftir skatta nam 31,2 milljónum króna en var árið 2011 24,9 milljónir. Fyrir árið 2011 var greiddur arður upp á 22 milljónir til eigenda og má því búast við því að arður fyrir árið 2012 verði um 30 milljónir. Eigið fé félagsins var í árslok 2012 92,9 milljónir króna og skuldir 181,3 milljónir. Langtímaskuldir voru hins vegar aðeinsum 11,7 milljónir króna.