Rekstrarhagnaður færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum á árinu 2010 nam alls 147,3 milljónum danskra króna (3,1 milljarður ÍSK), samanborið við tap upp á 75,6 milljónir danskra króna á árinu áður (-1,6 milljarður ÍSK).

Hagnaður eftir skatta og fjármagnsliði nam rúmum 109 milljónum danskra króna, samanborið við tap upp á 55 milljónir danskra króna árið áður.

Þetta kemur fram í uppgjörstilkynningu frá Atlantic Petroleum en félagið er sem kunnugt er skráð í Kauphöllina hér á landi. Rekstrarhagnaður á fjórða ársfjórðungi síðasta árs nam 27,4 milljónum danskra króna.

Tekjur félagsins af olíu og gasframleiðslu á árinu námu 422,5 milljónum danskra króna og jukust um 93% á milli ára.

Töluvert munar um fjárfestingu í nýjum verkefnum (olíuleitarfélög á borð við Atlantic Petroleum kaupa sig inn í olíuleitarverkefni sem þegar hefur hafin) á árinu. Þannig varði félagið einungis 307,7 þúsund dönskum króna í fjárfestingar á leyfum árið 2010, samanborið við 109 milljónir danskra króna árið áður.

Félagið framleiddi alls um 960 þúsund tunnur af tveimur svæðum sem félagið á hlut í, Chestnut og Ettrick. Bæði svæðinu eru í Norðursjó. Meðalverð á tunnuna á árinu var um 80,5 Bandaríkjadalir. Þá áætlar félagið að framleiða á bilinu 750 – 950 þúsund tunnur á þessu ári.