Hagnaður þýska bílaframleiðandans BMW Group nam 1,277 milljónum evra á 2. ársfjórðungi, 191 milljarður króna. Hagnaðurinn er 28% minni en í fyrra, en þá var tekjufærður einskiptistekjur vegna óreglulegra liða.

Alls seldi samstæðan 475.011 bíla á fjórðungnum. Hafa aldrei fleiri bílar selst á einum fjórðungi og hækkunin 5,4% frá því í fyrra.

Söluaukning var í Norður Ameríku og Asíu en salan stóð í stað í Evrópu. Uppgjörið er í takt við uppgjör Daimler og Volkswagen, sem framleiða Mercedes Benz og Audi.

BMW Group framleiðir BMW, Mini, og Rolls Royce.