Þýska flugvélarið Lufthansa hagnaðist á síðasta ári um 876 milljónir evra eftir skatta og fjármagnsliði.

Þetta kemur fram á vef Spiegel  en hagnaður félagsins fyrir skatta og fjármagnsliði nam um 1,1 milljarði evra, samanborið við tap upp á 34 milljónir evra árið áður. Það er því óhætt að segja að algjör viðsnúningur hafi orðið á rekstri félagsins á síðasta ári.

Stjórn Lufthansa hefur lagt til að arðgreiðslur fyrir árið nemi 60 centum á hvern hlut.