Hagnaður Páls Óskars ehf. var á síðasta ári um 9,8 milljónir króna samanborið við tæplega 300 þúsund króna hagnað árið áður. Eins og nafnið gefur til kynna er Páll Óskar ehf. í eigu Páls Óskars Hjálmtýssonar tónlistarmanns en félagið var stofnað árið 2008.

Afkoma félagsins fyrir fjármagnsliði var tæpar 12,3 milljónir króna, samanborið við 375 þúsund krónur árið áður. Eigið fé félagsins nam um 10,6 milljónum króna í lok síðasta árs og hækkaði um 8,3 milljónir króna á milli ára.

„Þetta kemur til þar sem showið með Sinfóníuhljómsveit Íslands varð mikið hitt á síðasta ári,“ segir Páll Óskar í samtali við Viðskiptablaðið.

„Svona tækifæri kemur einu sinni á ævinni þannig að þetta ár var einstaklega gott.“