Sorpa bs. skilaði tæplega 97 milljóna króna hagnaði árið 2013. Það er talsverð aukning frá árinu 2012 þegar um 22 milljóna króna hagnaður var af rekstrinum. Samtals námu tekjur af rekstrinum 2.429 milljónum og jukust um 137 milljónir króna á árinu. Sorpa, sem er byggðasamlag, er að tveimur þriðju í eigu Reykjavíkurborgar. Önnur sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu eiga minni hlut.

Eignir félagsins námu 2.078 milljónum í lok árs og eigið fé 1.428 milljónum. Ársverk hjá Sorpu voru 90 á árinu og námu launagreiðslur um 516,3 milljónum króna. Það gera meðallaun upp á 478 þúsund krónur á mánuði.