Hagvöxtur í Bandaríkjunum mældist 3,5% á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt upplýsingum frá viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna.. Var hann nokkuð meiri en gert hafði verið ráð fyrir, en hagvöxturinn hafði verið áætlaður 3% á tímabilinu.

Mestu munar um sterkan útflutning og aukna eyðslu ríkissjóðs. Bandarísk stjórnvöld hafa í þessu ljósi hætt sérhæfðum aðgerðum sínum til að örva bandarískt efnahagslíf.

Síðustu spár Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gera ráð fyrir að hagvöxtur í Bandarikjunum verði 3,1% á næsta ári og 3% árið 2016, en hugsanlegt er að þær taki jákvæðum breytingum á næstunni.