Google er ekki að smíða samskiptasíðu til að keppa við Facebook. Þetta fullyrti framkvæmdarstjóri Google í dag.

Í september síðastliðnum sagði Google að þeir ætli sér að bæta samskiptaeiginleikum við síður sínar, í stað þess að búa til nýja samskiptasíðu.

Nokkur lengi hefur verið búist við samkeppni frá Google á markaði samskiptasíðna. Google á eina slíka síðu, Orkut, sem er vinsæl í Brasilíu og Indland. Félaginu hefur hinsvegar ekki tekist að hasla sér völl í öðrum löndum.