Gögn rannsóknarnefndar Alþingis eru varðveitt á Þjóðskjalasafni Íslands. Um aðgang fer samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. Þetta þýðir að gögnin eru opin almenningi en þó með fyrirvörum sem fram koma í lögunum.

150 einstaklingar voru kallaðir fyrir rannsóknarnefndina á meðan á skýrslugerðinni stóð. Í þeim hópi voru starfsmenn og stjórnendur banka og fjármálafyrirtækja, embættismenn, þingmenn, ráðherrar, fulltrúar fjölmiðla og ýmsir sérfræðingar. Að auki viðaði nefndin að sér ýmsum gögnum, s.s. tölvupóstsamskiptum, minnisblöðum, fundargerðum og öðru. Þá bar öllum skylda til að mæta til skýrslutöku og láta fram allar upplýsingar, jafnvel þó háðar væru þagnarskyldu. Það er því ljóst að margt má finna um aðdraganda íslenska bankahrunsins í skjalageymslum Þjóðskjalasafnsins.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.