Empírísk gögn styðja fullyrðingar þeirra sem halda því fram að auknum lífsgæðum megi ná fram því að fella niður viðskiptahindranir, lækka tolla og auka tækifæri til frjálsra viðskipta. Þetta kom fram á fyrirlestri Roberts Lawson um niðurstöður skýrslunnar Economic Freedom of the World á vegum Samtaka skattgreiðenda og Rannsóknarseturs um nýsköpun og hagvöxt.

Lawson segir að niðurstöðurskýrslunnar þar sem gögnum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Alþjóðabankanum, Alþjóðaviðskiptastofnuninni og fleiri alþjóðasamtökumhefur verið safnað saman um áratugaskeið, sýni fram á greinilegt orsakasamband á milli efnahagslegs frelsis og ýmissa þátta sem benda til aukinnar velmegunar. Þannig eru fátækustu hópar frjálsustu þjóða heims til dæmis margfalt efnaðri heldur en fátækustu hópar ófrjálsra þjóða, svo eitthvað sé nefnt.

Lawson segir að Íslendingar þurfi að gjalda varhug við þeirri þróun að efnahagslegt frelsi hafi dregist mjög mikið saman á Íslandi á seinustu árum. Ísland var á meðal frjálsustu þjóða heims í byrjun 21. aldarinnar