Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Gogogic ehf. hefur hlotið styrk upp á 400.000 danskar krónur eða um 10 milljónir króna til að þróa tölvuleik fyrir iPhone og Facebock. Það er norræni sjóðurinn Nordic Game Program sem veitir styrkinn og er hann til þróunar á leiknum Rapture - Collectable Card Game sem  Gogogic ehf. hefur unnið að í nokkurn tíma.

Mikill fjöldi félaga sóttist eftir styrkjum frá Nordic Game Program og er Gogogic ehf. eitt 8 fyrirtækja sem voru valin og er það nokkur heiður fyrir starfsemi þeirra. 84 félög komust í aðra umferð í valinu og fær Gogogic ehf. næst hæsta styrkinn. Í fyrstu umferð voru um 170 félög sem sóttust eftir styrk. Nordic Game Program var sett upp sem sex ára áætlun og veitir styrki einu sinni á ári.