Gogogic tapaði 177 milljónum króna á síðasta ári vegna mikils þróunarkostnaðar bæði við ný og eldri verkefni. Gogogic hefur tapað um 260 milljónum frá árinu 2007.

Eigið fé Gogogic er 17 milljónir en í sumar var leitað til nýrra fjárfesta og var hlutafé félagsins aukið með útgáfu nýrra hluta sem seldir voru á 150 milljónir króna. Frumtak á 29% í Gogogic og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins 21%.