Hreinn Elíasson, nýr framkvæmdastjóri Gogoyoko, segir að til betri vegar horfi í rekstri fyrirtækisins og að miðað við núgildandi áætlanir verði rekstur fyrirtækisins sjálfbær á fyrri hluta þessa árs.

„Á síðasta ári fórum við af stað með nýja vöru sem heitir Selections og er í grunninn lagalistaþjónusta fyrir fyrirtæki. Selections hefur náð miklum árangri á markaði á skömmum tíma en þar mætast sérþekking okkar á tónlist, vel útfærðar tæknilausnir og persónuleg þjónusta.“

Hann segir fleiri nýjar vörur í þróun hjá fyrirtækinu og að þær muni líta dagsins ljós á komandi mánuðum. „Árið 2012 rúmlega tvöfölduðum við rekstrartekjur Gogoyoko og var tekjuvöxtur Selections 360% síðasta hálfa árið sem sýnir hversu hratt fyrirtækið vex. Miðað við núgildandi áætlun mun Gogoyoko verða sjálfbært á fyrri hluta árs 2013.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.